Deildarsýning íslenska fjárhundsins og Royal Canin
desember 02, 2024
1 mínútur að lesa
60 íslenskir fjárhundar mættu til leiks á hátíðlega deildarsýningu tegundarinnar á fullveldisdegi íslands
Besti hundur sýningar var rakki úr meistaraflokki, Arnarstaða Þróttur.
Deildarsýning íslenska fjárhundsins
Hátíðleg stemning var í sýningarsalnum þegar 60 glæsilegir íslenskir fjárhundar mættu til leiks á öllum aldri! Yngstu þátttakendur voru um 3-4 mánaða en elsti var 15 ára! 15 ungir sýnendur voru skráðir til leiks þar sem dómari var Rannveig Gauja Guðbjartsdóttir, en tegundardóm dæmdi Mikael Nilsson frá Svíþjóð.
Fullur salur af áhorfendum og þátttakendum, auk þess var kaffihúsið þétt setið af áhorfendum þar sem hægt var að horfa á streymi af sýningunni inni í sal og gæða sér á góðum veitingum.
Við óskum eigendum og ræktendum innilega til hamingju með árangurinn á sýningunni! Þökkum Deild íslenska fjárhundsins fyrir góða samveru og til hamingju með glæsilega sýningu!