Dýrheimar - 30 ár af þekkingu, ástríðu og ábyrgð

mars 14, 2025 3 mínútur að lesa

Árið 1995 var Dýrheimar stofnað með skýr markmið og sterk grunngildi – heiðarleika í viðskiptum og virðingu fyrir dýrum. Fyrirtækið var stofnað af miklum dýravinum og ræktendum sem höfðu þá þegar mikla trú á því að rétta næringin væri lykilatriði í velferð hunda og katta og vildu stuðla að bættri heilsu gæludýra með því að bjóða upp á sérsniðið fóður sem byggði á vísindum og rannsóknum.


Dýrheimar var stofnað í kringum innflutning á vörumerkinu Royal Canin, sem var stofnað af dýralækni sem áttaði sig á mikilvægi næringar í forvörnum og meðhöndlun sjúkdóma, þá sérstaklega húðsjúkdómum. Með Royal Canin vann Dýrheimar náið með dýralæknum til að auka þekkingu þeirra á næringu sem hluta af heildrænni umönnun dýra.

Fjölskylda Dýrheimar
Dýrheimar er fjölskyldufyrirtæki en þar starfar nú þriðja kynslóð auk þess sem sú fjórða hleypur um og hlakkar til framtíðarinnar!

"Nú sem fyrr snýst starfsemi Dýrheima um að bæta heilsu hunda og katta með sérsniðinni næringu til þess að dýrunum líði sem best auk þess að áhersla er lögð á andlega heilsu dýranna"

Breytt viðhorf til næringar

Þegar Dýrheimar hóf starfsemi sína var lítil áhersla á næringarþarfir gæludýra á Íslandi. Algengt var að hunda- og kattaeigendur gæfu dýrunum sínum mannamat, sem oft leiddi til meltingarvandamála og heilsufarslegra kvilla. Smám saman fór viðhorfið að breytast, og eigendur urðu meðvitaðri um áhrif næringar á heilsu dýra sinna. Dýrheimar átti stóran þátt í þessari vakningu með fræðslu og með því að veita aðgang að fóðurvörum sem byggðu á vísindalegum rannsóknum.

Frá heildsölu yfir í samfélag gæludýraeigenda

Fyrstu 24 árin starfaði Dýrheimar eingöngu sem heildsali, en árið 2019 tók fyrirtækið stórt skref í átt að beinni þjónustu við gæludýraeigendur. Með þessari breytingu var vöruframboðið þrengt og lögð aukin áhersla á gæði umfram magn – aðeins vörur sem skiluðu raunverulegum ávinningi fyrir dýrin voru valdar.

"Við val á vörumerkjum völdum við aðeins það besta fyrir hunda og ketti að okkar mati"


Árið 2022 var Samfélag ábyrgra gæludýraeigenda stofnað, byggt á 27 ára reynslu fyrirtækisins í gæludýrageiranum. Þetta samfélag er einstakt á Íslandi og hefur það að markmiði að veita gæludýraeigendum stuðning og aðgang að sérfræðingum í næringu, þjálfun og almennri umönnun.

Dagvistun Dýrheima
Dagvistun Dýrheima

Lykilþættir samfélagsins

Dýrheimar hafa mótað samfélagið í kringum fjóra lykilþætti sem stuðla að betri heilsu og vellíðan gæludýra:

  • Næring – sérsniðin ráðgjöf um fóður sem byggir á raunverulegri þekkingu og rannsóknum.
  • Vellíðan – fræðsla og þjónusta er varðar líkamlega og andlega heilsu dýra.
  • Félagsskapur – vettvangur fyrir gæludýraeigendur til að hittast og deila reynslu.
  • Hreyfiafl – tækifæri til þess að stuðla að aukinni velferð dýra og eigenda þeirra með því að leggja sitt af mörkum í þágu góðgerðarmála, hagsmunamála og samfélagsábyrgðar.

Samfélagið hefur einnig vakið athygli á því hversu mikilvægt það er að gæludýraeigendur axli ábyrgð þegar kemur að umgengni við dýr sín. Þjálfun og hreinlæti skipta miklu máli ef við viljum tryggja betra aðgengi dýra að almenningsrýmum eins og veitingastöðum og verslunum.


"Samfélagið er staður þar sem hunda- og kattaeigendur geta sótt þær vörur og þjónustu sem þeir þurfa til að annast dýrin sín með öruggum hætti, tryggt velferð þeirra og heilsu, bæði andlega og líkamlega."

Áskoranir og falskar fullyrðingar í markaðssetningu

Eitt af því sem hefur komið á óvart í þróun geirans er hversu mikil áhrif fölsk markaðssetning getur haft á gæludýraeigendur sé hún nógu sannfærandi. Fóðurmarkaðurinn skiptist í tvennt – annars vegar vörur sem byggja á vísindalegum rannsóknum og hins vegar vörur sem eru að mestu markaðssettar út frá hugsjón, tískustraumum og óstaðfestum fullyrðingum.


Dýrheimar hafa lagt ríka áherslu á að hvetja eigendur til að vera gagnrýnir á markaðssetningu og velja næringu sem sannarlega gagnast dýrunum þeirra. Fullyrðingar um innihaldsefnin í fóðri eru oft óskýrar, og það er ekki alltaf augljóst hvað „alvöru kjöt“ eða „náttúrulegt fóður“ raunverulega þýðir enda eru reglugerðir um slíka notkun mjög rúmar.

Persónulegur lærdómur og innblástur

„Dýrin ykkar treysta á ykkur,“ segir Ingibjörg. „Verið gagnrýnin á það sem þið kaupið og passið að söluaðilar hafi raunverulega sérfræðiþekkingu á því sem þeir eru að bjóða ykkur. Setjið ykkur markmið með dýrin ykkar – ekki bara varðandi næringu heldur líka almenna umönnun og þjálfun. Það er ábyrgðarhlutverk að eiga gæludýr, og með réttri nálgun getum við tryggt að þau fái það líf sem þau eiga skilið.“



Dýrheimar standa í dag sem leiðandi fyrirtæki í gæludýrageiranum á Íslandi – með sterk grunngildi, mikla sérþekkingu og ástríðu fyrir heilsu og vellíðan hunda og katta.

Soffía og Ingibjörg
Soffía og Ingibjörg

Áhugaverðar greinar