Næstu námskeið Dýrheima

febrúar 09, 2023 2 mínútur að lesa

Það er líf og fjör framundan í Dýrheimum en við vorum að opna fyrir næstu námskeið Dýrheima í hundaskólanum ásamt sýningarnámskeiðum og einkatímum fyrir sýningar! 

Hvaða ávinningur er af því að vinna með hundinum sínum?


Heilsufarsávinningur þess að vera með hundunum okkar er vel þekktur í vísindaheiminum. Þegar kemur að því að vinna með hundunum og eyða með þeim tíma í þjálfun sjáum við flest ávinninginn einnig heima fyrir því keðjuverkandi áhrifin verða mikil, með bættri samvinnu hunds og eiganda má sjá bætta vellíðan beggja aðila. Eigandi lærir að vera skýrari í samskiptum við hundinn og hundurinn lærir jafnframt að eiga skýrari samskipti við eiganda sinn.

Hundaskóli Dýrheima

Hlýðni 2


Hlýðninámskeið - framhald af hlýðni grunn fyrir þau sem hafa náð góðum árangri í þeim æfingum. 


Þær æfingar sem farið er yfir:
- Laus við hæl
- Fjarlægðarstjórnun
- Sækja og skila
- Leggjast á göngu
- Standa á göngu
- Senda hund yfir hindrun
- Liggja í hóp
- Senda hund í ramma
- Sitja í hóp
- Innkall á hæl

Námskeiðið krefst töluverðrar heimavinnu og krefst nákvæmni og ástundun. 

Námskeiðið eru 8 skipti, eingöngu verklegar æfingar og persónuleg kennsla í smærri hópum.

Lyktarnámskeið


Á lyktarnámskeiði lærir hundurinn að staðsetja fyrirfram ákveðna lykt (eukaliptus – lárviðarlauf – lavander).

Stjórnandi lærir að lesa í leitarhegðun hunds síns og skipuleggur svæði til að leita. Unnið er með samstarfsvilja og lyktarskyn hunds og að útbúa skemmtileg verkefni í leit að viðkomandi lyktarprufu.

Námskeiðið er í alls 4 skipti, 90 mín í senn, og hentar öllum hundum og aldri.

Ivy í hundaskóla Dýrheima

Sýnendanámskeið Dýrheima

Sýnendanámskeið - Byrjendur

 

Sýnendanámskeið hjá reynslumiklum sýnanda þar sem farið verður yfir helstu atriði sem hundur og sýnandi þurfa að hafa á hreinu fyrir sýningar.  


Þjálfari er Rannveig Gauja Guðbjartsdóttir sem er fyrrum ungur sýnandi og hefur sýnt hunda í um 20 ár með góðum árangri.


Næsta námskeið er 20. og 22. febrúar nk.

Sýnendanámskeið - Vanir


Sýnendanámskeið hjá reynslumiklum sýnanda þar sem farið verður yfir helstu atriði sem hundur og sýnandi þurfa að hafa á hreinu fyrir sýningar.  


Þjálfari er Theodóra Róbertsdóttir sem er fyrrum ungur sýnandi og hefur sýnt hunda í um 16 ár með góðum árangri.


Næsta námskeið er 20. og 22. febrúar nk.

Einkatími - Sýnendaþjálfun


Einkatími í sýnendaþjálfun hjá Theodóru Róbertsdóttur, sýnanda til 16 ára með reynslu af tegundum í öllum tegundarhópum. 


Einstaklingsbundin kennsla þar sem hægt er að hjálpa sýnanda að bæta sig, finna leiðir til að bæta hundinn auk þess að bæta samvinnu hunds og sýnanda. 


Sérstaklega er opnað fyrir tíma fyrir sýningar en hægt er að bóka í einkatíma í samráði við þjálfara á theodora@dyrheimar.is

Sýningarnámskeið fyrir hvolpa


Sýningaþjálfun með áherslu á að þjálfa sterkan grunn fyrir hvolpa. Námskeiðið er hugsað fyrir hvolpa 3-9 mánaða til þess að byggja sterkan grunn fyrir framtíðar sýningarhunda.


Námskeiðið er klst. skiptið í tvö skipti.

Þjálfari er Rannveig Gauja Guðbjartsdóttir sem er fyrrum ungur sýnandi og hefur sýnt hunda í um 20 ár með góðum árangri.Næsta námskeið er 18. og 19. febrúar nk.