Royal Canin er leiðandi vörumerki í fóðrun gæludýra, sem hefur áratuga reynslu í að þróa næringarríkt fóður sem er sérsniðið að þörfum mismunandi hundategunda og katta. Með djúpri þekkingu á heilsu dýra og næringarfræði, býður Royal Canin upp á fóður sem byggir á vísindum og er þróað í samstarfi við dýralækna og næringarfræðinga.
Royal Canin fóðrið eru þróað með það í huga að mæta sérstakri næringarþörf hvers dýrs. Fóðrið byggist á rannsóknum og vísindum og er sérsniðið að þörfum mismunandi tegunda, stærða og heilbrigðisástands hunda og katta.
Besta leiðin til að halda vörunni ferskri er að geyma hana í upprunalega pokanum, inni í loftþéttum umbúðum. Þar sem fóðrið er náttúrulega varðveitt, því lengur sem hún er opin, því meira getur fóðrið oxast. Ekki er mælt með því að frysta þurrfóður þar sem það dregur raka úr fóðurkúlunum og getur valdið myglu við þíðingu.
Mælt er með að þvo matar- og vatnsdalla daglega með heitu vatni og mildri sápu.
Já, Royal Canin hefur skuldbundið sig í átt að sjálfbærni, ekki aðeins með sjálfbærara framleiðsluferli og kolefnishlutleysi, heldur einnig varðandi eflingu sjálfbærs og heilbrigs vistkerfis auk þess að vera samfélagslega ábyrgt fyrirtæki sem stefir að því að skapa blómlegt og réttmætt umhverfi fyrir alla samstarfs aðila og birgja.
Royal Canin er með verksmiðjur um allan heim en allt Royal Canin fóður á íslandi kemur frá upprunalegum höfuðstöðvum Royal Canin í frakklandi. Fóðrið er framleitt eftir pöntunum til þess að tryggja alltaf nýja framleiðslu beint til kaupenda (og neytenda).