Endurheimt eftir aðgerð eða veikindi

nóvember 06, 2023 4 mínútur að lesa

Endurheimt og viðhald heilsu eftir aðgerðir eða veikindi

Ráðlagt er að heilbrigð dýr séu á almennu fóðri sem uppfyllir allar næringarlegar þarfir þeirra til þess að fyrirbyggja sjúkdóma og vandamál. Þessi fóður innihalda vítamín, steinefni, mikilvægar fitusýrur, prótein og amínósýrur nauðsynlegar fyrir hunda og ketti. Flestum dýrum nýtist slíkt fóður vel, en í tilfellum eins og bataferli, eftir aðgerðir eða ef dýrið er með sjúkdóm getur verið þörf á að nýta sér sjúkrafóður sem er þá sérstaklega aðlagað aðstæðum/sjúkdómnum til þess að draga úr, meðhöndla eða koma í veg fyrir frekari framþróun vandamála. Sjúkrafóður fyrir sérstaka sjúkdóma eru ekki ætluð heilbrigðum dýrum. 

 

Mikilvægt er að ræða næringu við dýralækni og/eða dýrahjúkrunarfræðing til þess að tryggja bæði fyrirbyggjandi umönnun gegnum næringu og eins ef eitthvað bjátar á til þess að stuðla að hröðum bata. 


1. Almennar aðgerðir eða bráðatilfelli

Fyrir allar aðgerðir sem krefjast svæfingar er mikilvægt að dýrin séu fastandi. En föstu tími að viðbætum undirbúnings- og aðgerðartíma ýtir undir þá mikilvægu staðreynd að líkaminn fer fljótt í neikvætt orkuástand þar sem þörf á réttri næringu með auknum fjölda hitaeininga til þess að draga úr fóðurmagni verður enn mikilvægara. 

 

Ef hægt, er alltaf ákjósanlegt að dýrin innbyrði fæðuna sjálfstætt (ekki gegnum næringu í æð) en slíkt hjálpar til við að örva hreyfingu meltingarvegarins. Eins hefur snemmtæk fóðrun eftir almennar svæfingar jákvæð áhrif á að við halda heilbrigðum þekjuvef í þörmum og dregur úr hættu á rýrnun í meltingarvegi dýranna og flýtir fyrir bata. 

Recovery blautmatur

Mismunandi getur verið eftir því hverskonar veikindi eða aðgerð er um að ræða, hvers konar næringu er best að gefa - en slíkt er mikilvægt að ræða við dýralækni. Ef inngripið var lítið eins og t.d. tannhreinsun, gelding/ófrjósemisaðgerð getur Recovery blautmaturinn hentað mjög vel. Recovery er sérlega auðmeltanlegt og orkuríkt sem hjálpar til þegar lystarleysi er til staðar og þarf því almennt að gefa minna magn af honum en öðrum blautmat. 

 

Í tilfellum þar sem fæðuinntaka er ónæg af hálfu dýrsins getur vökvi eins og recovery hjálpað til eða verið nýttur til þess að sonda dýrin sem fyrst.

2. Veikindi hjá ungviði

Ungviði eru einstaklega viðkvæm þegar kemur að veikindum. Sé um niðurgang, uppköst eða slappleika að ræða skiptir öllu máli að hafa samband við dýralækni og síðar tryggja sem fyrst að þau innbyrði næringu þar sem það flýtir bataferli töluvert. 

 

Mikilvægi blautfóðurs

Þar sem slíkum veikindum fylgir alla jafna lystarleysi er blautfóður yfirleitt fyrsti valkostur til þess að tryggja bæði vökvaupptöku og næringu sem er í fullkomnu jafnvægi fyrir vaxandi ungviði. 

 

Af hverju eru ungviði svona viðkvæm?

Meðal annnars vegna þess að lifrin hefur ekki enn náð nægilegum þroska til þess að viðhalda stöðugum blóðsykri og eru ungviðin því líklegri til þess að fá lágan blóðsykur (e. hypoglykemia). Almennar ráðleggingar eru að gefa marga litla skammta á dag til þess að koma meltingunni aftur hægt af stað og tryggja stöðugan blóðsykur. 

Kettlingur

3. Hjartaheilsa

Hafi hundur verið greindur með hjartasjúkdóm er mikilvægt að ræða næringu hans við dýralækninn þinn, þar sem í flestum tilfellum geta hundar haft góðan ábata af því að fara á fóður sértaklega aðlagað hundum með hjartasjúkdóma. 

 

Hundar sem innbyrða næringu sem er með aðlöguðu magni natríums en ríkt af andoxunarefnum, ómega 3 fitusýrum, karnitín, arganín og tárín sýna almennt batamerki í vissum parametrum í ómskoðunum á hjarta eins og t.d. víddarminnkun á vinstri gátt og vinstri slegli ásamt jákvæðum breytingum á innra svæði vinstri slegla  sem mælist gjarnan hærra í hundum með CVD (e. cardiovascular diseases). 

Hjarta

4. Liðvandamál - beinaaðgerðir - gigt

Rannsóknir hafa sýnt fram á að aðlagað matarræði fyrir dýr með gigt geti bætt lífsgæði þeirra töluvert. Fóður sem er ríkt af ómega 3 fitusýrum (sérstaklega EPA og DHA) ásamt glúkósamíni og kondroítini getur haft jákvæð áhrif á líðan þeirra. Ráðlagt er að skoða matarræði strax og einkenni gera vart við sig eða ef dýrið hefur farið í liðaðgerð (t.d. hnéskeljaaðgerð, beinbrot, slitið krossband osfrv.). 

 

Liðverkir geta verið mjög leyndir hjá köttum sem og hundum með harðgerða skapgerð og því er gott að láta fylgjast með því í árlegri skoðun hjá dýralækni. 

 

Hefur þú skoðað holdarfarsstuðul dýrsins þíns með dýralækni/dýrahjúkrunarfræðingi? 

Skoða hér

Liður

5. Nýrnasjúkdómar

Heilbrigð starfsemi nýrna er mikilvæg heilsu hunda og katta. Hinsvegar er nýrnabilun eitthvað sem getur komið upp bæði í hundum og köttum, slíkt getur ómeðhöndlað leitt til langtíma nýrnaskaða. Dýr með nýrnasjúkdóma sýna oft einkenni eins og lystarleysi, þyngdartap, tíðari þvaglát og slappleika. Mikilvægt er að dýr með nýrnasjúkdóma fái viðeigandi næringu með aðlöguðu magni fosfór, próteina og ríkt af ómega 3 fitusýrum og andoxunarefnum. Með árlegum heimsóknum til dýralæknis og blóðrannsóknum má fylgjast með breytingum á slíkum gildum og þá byrja snemmbúna meðhöndlun eftir þörfum.

 

Kettir: 

Mikilvægt er að snemmgreina ketti með svokölluðu IRIS kerfi en með því má hægja á þróun nýrnasjúkdóma með aðlöguðu fóðri eins og t.d. Early Renal sem er sérstaklega ætlað köttum á IRIS stigi 1. Fyrir ketti komna á IRIS stig 2 eða ofar hentar bæði Renal og Renal Special, en þau vinna að sama markmiði en með ólíkri upplifun kattarins til þess að tryggja fæðuinntöku, en algengt er að kettir með nýrnasjúkdóma hætti á einhverjum tímapunkti að borða fóðrið sitt. 

Maine Coon
Theodóra, dýrahjúkrunarfræðingur
THEODÓRA RÓBERTSDÓTTIR

Theodóra er dýrahjúkrunarfræðingur að mennt og er með Award of merit í næringu smádýra frá BSAVA. Ásamt því er áhugasviðið að fyrirbyggja vandamál og sjúkdóma gegnum umönnun. Theodóra starfar hjá Dýrheimum við ráðgjöf tengda heilsu og næringu í Heilsutékki Dýrheima auk þess að halda fyrirlestra, einkatíma fyrir sýningar og sýnendanámskeið.