desember 13, 2023 4 mínútur að lesa
Kettir þurfa heilfóður í góðu jafnvægi, ætlað lífsstigi og lífsstíl kattarins. Þar spilar aldur, tegund og efnaskiptaástand dýrsins stóran þátt (er búið að gelda dýrið?) ásamt því að hafa áhættuþætti í huga varðandi sjúkdóma. Gott er að ráðfæra sig við fagaðila eins og dýralækni eða dýrahjúkrunarfræðing varðandi fóðrun kattarins til þess að meta einstaklingsþarfir og heilbrigði. Heilnæmt matarræði ásamt reglulegri hreyfingu og fyrirbyggjandi umönnun getur stutt við almenna heilsu og langlífi kattarins.
Fóðrið inniheldur orku og næringarefni til þess að viðhalda eðlilegri líkamsstarfsemi. Orkan er alla jafna mæld í kaloríum (kcal) sem er mikilvægt í þeim tilgangi að hvorki offóðra né fóðra köttinn of lítið, en hvoru tveggja getur valdið sjúkdómssástandi.
Kettlingar 0-12 mánaða
Fullorðnir kettir 1-6 ára
Eldri kettir 7+ ára
Öldungar 12+
Mikill virknimunur getur verið á útiköttum og inniköttum, innikettir hafa meiri tilhneygingu til kyrrsetur og rólegs lífs á meðan útikettir hreyfa sig alla jafna meira, stunda veiðar og svala forvitni um umhverfi sitt. Þessi munur hefur áhrif á hitaeiningaþörf kattanna ásamt prótein- og trefjaþörf.
Mismunandi lífsstílar:
Mikilvægt er að taka mið af heilsu og holdarfari kattarins í takt við lífsstíl þegar hugað er að fóðurvali.
Prótein er uppbyggingarefni líkama kattarins þíns. Amínósýrurnar úr próteininu geta svo verið umbreytt yfir í glúkósa og er nauðsynlegt fyrir virkni heila, nýrna, rauðra blóðfrumna og svo lengi mætti telja. Þó er ekki magn próteina sem skilgreinir gæði þeirra því nauðsynlegt er að próteinin séu auðmeltanleg og auðnýtanleg til þess að auðvelda meltingarveginum starfsemi sína og koma í veg fyrir óþarfa kvilla. Meðal þeirra 11 nauðsynlegra amínósýra sem kettir þurfa er t.d. tárín en það verður að fást úr fæðu kattarins.
Fita er auk þess mikilvægur orkugjafi kattarins en í inniheldur um tvöfalt fleiri hitaeiningar. Ráðlagt magn fitu í fóðri er því misjafnt eftir aldri og lífsstíl kattarins.
Kettir þurfa ekki kolvetni á sama hátt og við mannfólkið, en kolvetni eru þó góður orkugjafi sem kettir geta melt á góðan hátt ásamt því að veita trefjar í fóðrinu. Trefjar hafa almennt góð áhrif í að fyrirbyggja hárbolta í meltingarvegi ásamt því að styðja við náttúrulegar þarmahreyfingar.
Í eldri köttum er mikilvægt að draga smám saman úr magni fosfórs í fæðunni og ættu því eldri kettir að vera á fóðri fyrir viðeigandi aldur.
Hér koma nokkrir sjúkdómar í köttum þar sem næring getur spilað þátt í að bæta heilsu og vellíðan kattarins.
Ofþyngd
Sykursýki
Þvagfærasjúkdómar (FLUTD)
Húð- og feldur
Theodóra er dýrahjúkrunarfræðingur að mennt og er með Award of merit í næringu smádýra frá BSAVA. Ásamt því er áhugasviðið að fyrirbyggja vandamál og sjúkdóma gegnum umönnun. Theodóra starfar hjá Dýrheimum við ráðgjöf tengda heilsu og næringu í Heilsutékki Dýrheima auk þess að halda fyrirlestra, einkatíma fyrir sýningar og sýnendanámskeið.