mars 12, 2024 2 mínútur að lesa
Búið er að opna fyrir næstu námskeið í hundaskóla Dýrheima. Fjölbreytt úrval svo þú getur fundið námskeið sem hentar þér og þínum hundi. Albert Steingrímsson er þjálfari námskeiðanna og er með áralanga reynslu af þjálfun og vinnu með hundum.
Samfélagsvinur: Fjögurra skipta námskeið þar sem Albert hundaþjálfari leggur fram æfingar fyrir hund og stjórnanda sem snúa að því að gera hundana að góðum þegnum í samfélaginu. Æfingar í áreiti sem hjálpa okkur að eiga við hundana okkar þegar við tökum þá með okkur í bæinn, mætum fólki eða sitjum með þá á kaffihúsi sem dæmi. Hundar þurfa að hafa lokið hvolpanámskeiði til að skrá sig á þetta námskeið. Námskeiðið er kennt á laugardögum og hefst 6. apríl næstkomandi.
Einkatími - fyrsti tími: Í einkatímum er farið yfir þau atriði sem eigandi óskar eftir, t.d. almenn hegðun, vandamál, æfingar osfrv. Eigandi fær æfingarvinnu skv. greiningaplani hundaþjálfara. Tímarnir fara fram í Víkurhvarfi 5.
Einkatími - næstu tímar: Framhalds einkatími sem snýr að eftirfylgni frá fyrsta tíma. Tímarnir fara fram í Víkurhvarfi 5.
Hvolpanámskeið: Búið er að opna fyrir næstu hvolpanámskeið í hundaskóla Dýrheima. Á hvolpanámskeiði er lögð mikil áhersla á samstarfsvilja hvolps við stjórnanda sinn og farið yfir grunnæfingar. Farið er í umhverfisþjálfun til að hvolparnir læri að vinna saman í hóp og við ólíkar aðstæður. Hentar öllum hvolpum frá 3 mánaða aldri og gefur rétt á afslætti á hundaleyfisgjöldum. Næstu námskeið hefjast í fyrstu vikunni í maí. Þjálfari er Albert Steingrímsson
Hægt er að velja um þrjár tímasetningar á þriðjudögum og fimmtudögum á hvolpanámskeiðum, sjá nánar hér fyrir neðan:
Hlýðni 1: Búið er að opna fyrir næstu hlýðninámskeið í hundaskóla Dýrheima. Námskeiðið er eingöngu verklegt og lagt er upp með samstarfsvilja hunds og gott augnsamband. Námskeiðið er góður grunnur að hlýðni, alls 8 skipti og 90 mínútur í senn. Námskeiðið hentar öllum hundum frá 9 mánaða aldri og gott er ef hundur er búinn með hvolpanámskeið. Þjálfari er Albert Steingrímsson.
Hægt er að velja um þrjár tímasetningar á miðvikudögum, sjá hér fyrir neðan: