Haustsýning Kynjakatta - helgina 5. - 6. október

október 08, 2024 2 mínútur að lesa

"Um helgina voru fjölmargir kettir ásamt eigendum sínum eða ræktendum mættir til leiks á haustsýningu Kynjakatta"

Ommi og Manni
Norsku skógarkettirnir Manni og Ommi 

Haustsýning Kynjakatta var haldin helgina 5.-6.október og fjölmargir kettir sem fóðraðir eru á Royal Canin eða eru í eigu/ræktaðir af Royal Canin ræktendum stóðu sig frábærlega í um helgina. Við óskum bæði eigendum og ræktendum innilega til hamingju með árangurinn 🐾🏆🥇


Kattasýningar 

Kattasýning er tækifæri fyrir ræktendur og eigendur til að sýna kettina sína. Á þessum sýningum eru kettir metnir af dómurum sem hafa góða þekkingu á stöðlum fyrir hverja tegund. Dómarar horfa á allt frá líkamsbyggingu og feldgæðum til hegðunar og karaktereinkenna kattanna.


Kettir eru meðal annars flokkaðir eftir tegund, aldri og kyni og metnir í samanburði við aðra ketti innan síns flokks. Einnig er keppt í flokki húskatta en það eru þá kettir sem ekki eru af sérstöku tegundakyni. Sýningar skapa því ekki aðeins keppnisanda, heldur einnig fræðslutækifæri fyrir þátttakendur. 


Árangur Royal Canin ræktenda á sýningunni var meiriháttar góður en þá mátti sjá í fjölda katta í þeirra eigu eða ræktaða af þeim í verðlaunasætum! Góð næring, góð umhirða og réttur undirbúningur skilar góðum árangri! Við erum ávallt til staðar til þess að stuðla að sem bestum árangri.


Við óskum eigendum og ræktendum innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til næstu sýningar þar sem við sjáum vonandi enn fleiri glæsilega ketti!


Myndir frá kattasýningunni

Milla
Milla fallega er British Shorthair
Leon  Maine Coon, að bíða eftir að fara í dóm
Leon Maine Coon, að bíða eftir að fara í dóm
Gauja og Ommi
Gauja fékk gott knús frá Omma sem er norskur skógarköttur
Gúrka litla
Gúrka er Abyssinian kettlingur
Bengal kettlingur
Bengal kettlingur sem stóð sig vel á sýningunni

Royal Canin vöru fyrir kettlinga og fullorna ketti

Fleiri áhugaverðar greinar og fréttir